20.10.2008 | 12:59
Það þarf að borga af lánum það ekki?
Hvernig á að borga þetta lán? Á Jón eða séra Jón að blæða? Hugmynd! Loka sendiráðum og hafa ræðismenn fyrir Ísland. Eitt faxtæki á skriftofu ætti að duga. Við erum hvað mörg aftur!
Óska eftir 6 milljörðum dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er gjörsamlega óþolandi hvernig ríkið sólundar peningum út og suður í flottræfilshátt eins og tildæmis öll þessi sendiráð, til hvers öll þessi sendiráð ? ég tók saman smá samanburð miðað við höfðatölu okkar og höfðatölu stærri ríkja og hvað það séu mörg sendiráð á hvern einstakling, mjög sérstakar tölur svo ekki sé meira sagt:
USA er með 166 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda þar í ársbyrjun 2008 þá er sú tala 305,429,000 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 1.839.933 einstaklinga.
Finnland er með 77 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda þar í ársbyrjun 2008 þá er sú tala 5,322,588 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 69.124 einstaklinga.
Danmörk er með 80 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda þar í ársbyrjun 2008 þá er sú tala 5,475,791 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 68.447 einstaklinga.
Fretland er með 146 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda þar í ársbyrjun 2008 þá er sú tala 60,975,000 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 417.636 einstaklinga.
Ísland er með 17 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda í ársbyrjun 2008 þá erum við 313.376 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 18.433 einstaklinga.
Mér detta orð forsetafrúarinnar strax í hug "Ísland, stórasta land í heimi"
Sævar Einarsson, 20.10.2008 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.